Næstu ferðir Herjólfs, frá Eyjum 11:30 og frá Landeyjahöfn kl. 13:00, falla niður. Ástæðan er mikið brot í innsiglingunni og á rifinu utan við höfnina.
Í tilkynningu frá Eimskip segir að aðstæður ættu að lagast þegar líða fer á daginn og því sé ágætt útlit með ferðina frá Eyjum kl. 17:30 og frá Landeyjahöfn kl. 19:00
Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á facebooksíðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RÚV.
Þá er rétt að benda á að hálka getur verið á vegum á Suðurlandi. Eru farþegar því hvattir til að gefa sér góðan tíma í akstur til og frá Landeyjahöfn.