Misnotkun á þjóðaratkvæði

Fjöldi fólks fylgdist með fundinum sl. föstudag.
Fjöldi fólks fylgdist með fundinum sl. föstudag. mbl.is/Árni Sæberg

Gera þarf kröfu um að ferlið að baki nýrri stjórn­ar­skrá standi und­ir til­tölu­lega skýr­um kröf­um um að fyr­ir liggi góðar upp­lýs­ing­ar og að reynt sé að ná fram há­marks­sam­stöðu ef ferlið á að virka sem al­mennt upp­gjör við hrunið og sem tæki­færi til þess að fólk geti skoðað sig um og velt því fyr­ir sér hvert það vilji stefna.

Þetta seg­ir Gunn­ar Helgi Krist­ins­son, stjórn­mála­fræðing­ur, en hann flutti er­indi um stöðu stjórn­ar­skrár­vinn­unn­ar á fundi sem fram fór í hátíðarsal Há­skóla Íslands síðastliðinn föstu­dag og fjallað er um í Morg­un­blaðinu í dag. „Ef við keyr­um þetta fram án upp­lýs­inga og án þess að reyna að ná fram sam­stöðu þá erum við aug­ljós­lega ekki að gera upp við hrunið með ein­hverj­um sann­fær­andi hætti,“ seg­ir Gunn­ar Helgi.

Þá bend­ir Gunn­ar Helgi á að vel unn­in skoðana­könn­un hefði getað reynst gagn­legri en þjóðfund­ur­inn og þjóðar­at­kvæðagreiðslan um til­lög­ur stjórn­lagaráðs. „Þjóðar­at­kvæðagreiðslan, í þessu til­viki, er að mínu viti gott dæmi um mis­notk­un á þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þar sem þú held­ur þjóðar­at­kvæðagreiðslu áður en hin efn­is­lega umræða hef­ur farið fram og reyn­ir síðan að nota niður­stöðurn­ar til að þagga niður umræðuna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert