Tekjur ríkisins aukast um 12%

Skatturinn fær sitt.
Skatturinn fær sitt. mbl.is/Golli

Tekjur ríkissjóðs hafa verið að aukast mun meira á árinu en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Bæði kemur þetta fram í upplýsingum fjármálaráðuneytisins um greiðsluafkomu ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins og einnig í umfjöllun fjárlaganefndar um fjáraukalagafrumvarpið fyrir árið 2012.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins jukust um 12,2% á milli ára og námu alls 363,6 milljörðum króna. Í tekjuáætlun fjárlaga var reiknað með tekjum upp á 343,2 milljarða. Innheimtan er því rúmlega 20 milljörðum meiri, eða 5,9% yfir áætlun. Eru nær allir skattar að skila ríkissjóði auknum tekjum, ef fjármagnstekjuskattur er undanskilinn og vörugjöld af bensíni. Á fyrstu níu mánuðunum er fjármagnstekjuskattur þannig að skila sex milljörðum minni tekjum en eftir sama tímabil í fyrra.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgubnlaðinu í dag kemur fram, að skatttekjur og tryggingagjöld jukust samanlagt um 33 milljarða, eða um 11% milli ára. Þá jukust vörugjöld af ökutækjum um 58%, sem er aðallega vegna innflutnings á bílaleigubílum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert