Trúlausir þröngva afstöðu sinni á börn

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Verði frum­varp inn­an­rík­is­ráðherra um jafna stöðu trú- og lífs­skoðun­ar­fé­laga að lög­um get­ur komið upp sú staða að trú­laust for­eldri þröngvi af­stöðu sinni á barn sitt í óþökk hins for­eldr­is­ins. Þetta seg­ir prest­ur Hvíta­sunnu­kirkj­unn­ar Fíla­delfíu í Reykja­vík.

Vörður Leví Trausta­son, prest­ur Hvíta­sunnu­kirkj­unn­ar Fíla­delfíu, rit­ar um­sögn um frum­varp Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra. Þar er meðal ann­ars gagn­rýnd sú nýbreytni, að ef for­eldr­ar komi sér ekki sam­an um hvaða trú­fé­lagi barn þeirra skuli til­heyra verði staða þess ótil­greind.

„Erfitt er að sjá annað en að þá sé barnið í reynd skráð utan trú­fé­laga,“ seg­ir í um­sögn­inni. „Slík niðurstaða hlýt­ur að vera ófull­nægj­andi í til­viki þar sem barn á eitt for­eldri sem stend­ur utan trú­fé­lags og hitt for­eldrið sem sé hluti af trú­fé­lagi. Í þeim til­vik­um get­ur það for­eldrið sem stend­ur utan trú­fé­lags á óbein­an hátt þröngvað af­stöðu sinni á barn sitt í óþökk hins for­eldr­is­ins.“

Vörður Leví seg­ir nauðsyn­legt að koma í veg fyr­ir svo ósann­gjarna stöðu og seg­ir eðli­legri niður­stöðu að nota sömu leið og far­in er í lög­um um manna­nöfn, þ.e. að for­eldr­ar fái hálft ár til að gefa barni sínu nafn en að þeim tíma liðnum er heim­ilt að beita for­eldra dag­sekt­um. „Í frum­varpi þar sem verið er að jafna stöðu trú­fé­laga og lífs­skoðun­ar­fé­laga verður ekki annað séð en að þetta ákvæði vinni mark­visst að því að koma börn­um úr trú­fé­lög­um.“

Þá seg­ir Vörður Leví að það sé ótækt barns­ins vegna, að það búi við ótil­greinda stöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka