Mikilvægt að meta heildaráhrif frumvarpsins

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er al­gert grund­vall­ar­atriði, virðulegi for­seti, að slík at­hug­un fari fram. Og það er enn­frem­ur al­gert grund­vall­ar­atriði að slík at­hug­un fari fram áður en frum­varpið er lagt fram til fyrstu umræðu í þing­inu,“ sagði Ólöf Nor­dal, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag um fyr­ir­hugað frum­varp byggt á til­lögu stjórn­lagaráðs að nýrri stjórn­ar­skrá sem stefnt er að því að leggja fram til fyrstu umræðu í þing­inu eft­ir helgi.

Ólöf vakti at­hygli á því að lög­fræðinefnd sem feng­in var til þess að fara yfir til­lögu stjórn­lagaráðs hefði gert 75 efn­is­leg­ar breyt­ing­ar á henni auk annarra ábend­inga. Þá hefði nefnd­in kallað eft­ir því að sér­fræðing­ar yrðu fengn­ir til þess að leggja mat á heild­aráhrif frum­varps­ins áður en það yrði að lög­um. Slíkt hefði hins veg­ar ekki farið fram.

„Þá kem­ur fram í áliti nefnd­ar­inn­ar að rétt sé að leita til sér­fræðinga og ekki síst er­lendra sér­fræðinga þegar kem­ur að þessu máli. Og ég vil taka und­ir það með þess­um aðilum sem þessa skýrslu unnu að það eig­um við að gera. Það er ekk­ert tíma­hrak fyr­ir hendi í þessu máli. Til þess er þetta mál alltof mik­il­vægt að við séum hér í slík­um tíma­frest­um að það eigi ekki að líta til þess­ara grund­vall­ar­atriða,“ sagði hún enn­frem­ur.

Ólöf sagðist af þeim sök­um ætla að fara fram á það í störf­um sín­um í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is að slík­ir aðilar verði fengn­ir að verk­inu. „Ég vil enn­frem­ur fara fram á það að þessu verki verði áfanga­skipt, virðulegi for­seti, áfanga­skipt svo að hægt sé að vinna þetta svo ein­hver sómi verði af fyr­ir þingið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert