Sykursýki leggur fólk hljóðlega að velli

Fyrir tveimur árum vöktu Samtök sykursjúkra athygli á Alþjóðadegi sykursjúkra …
Fyrir tveimur árum vöktu Samtök sykursjúkra athygli á Alþjóðadegi sykursjúkra með því að ganga í kringum Tjörnina. Þetta var gert til að til að leggja áherslu á hve heilbrigður lífsstíll er mikilvægur til að verjast sjúkdómum. mbl.is/Kristinn

Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Sjúkdómurinn leggur fólk hljóðlega að velli og er án einkenna lengi framan af. Hann getur hins vegar valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt.

Þetta segir Lionshreyfingin sem stendur fyrir alþjóðlega sykurssýkisvarnadeginum í dag, 14. nóvember. Samtökin segja að fræðsla um sjúkdóminn og leit að þeim sem gangi með dulda sykursýki hafi verið mikið baráttumál Lionshreyfingarinnar í rúm 60 ár.

Boðið verður upp á ókeypis blóðsykurmælingar á vegum Lions víðs vegar um landið og ýmsir klúbbar mun einnig bjóða slíkar mælingar næstu daga. Fram kemur að greiningin sé einföld og einn blóðdropi geti bent til að ástæða sé til að leita læknis.

„Áunnin sykursýki er í mikilli sókn á Vesturlöndum um þessar mundir. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim þessum vágesti.  Talið er að hunduð manna á Íslandi gangi með sykursýki án þess að vita það. Þessi sjúkdómur leggur fólk hljóðlega að velli og er án einkenna lengi framan af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt,“ segir í tilkynningu frá Lionshreyfingunni.

Í dag verða blóðsykursmælingar í boði á eftirtöldum stöðum í Reykjavík:

  • Lyfja Lágmúla frá kl. 14-17.
  • Apótekarinn í Mjódd frá kl. 14-17.

Í Grindavík verða mælingar föstudaginn 16. nóvember kl. 13-16.

Í öllum heilsugæslustöðvum á Suðurlandi: Hveragerði, Þorlákshöfn, Laugarási, Hellu, Hvolsvelli, Vík og Kirkjubæjarklaustri,  verða blóðsykurmælingar  mánudaginn 26. nóvember.

Á öðrum stöðum, s.s. á Suðurnesjum, Hornafirði, Vestmannaeyjum  og á Austfjörðum, verða mælingar í boði og verður nánari tilhögun og tímasetningar tilkynntar sérstaklega á hverjum stað.

Nánari upplýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert