Úr vinnu og inn á heimilin

Fá ný störf hafa orðið til frá hruni.
Fá ný störf hafa orðið til frá hruni. mbl.is/Þorkell

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir fyrirtækin enn vera að segja upp fólki.

„Við höfum velt því fyrir okkur hvort fólk sé í einhverjum mæli orðið heimavinnandi án þess að sækja sér bætur. En við höfum í raun engin gögn um það. Atvinnulausum fækkar það mikið að eitthvað hlýtur að koma til.

Í september 2010 voru 13.700 atvinnulausir eða 2.500 fleiri en í september í ár. Þegar við rýndum í þessar tölur fannst okkur sem aukin skólasókn gæti ekki skýrt allan þennan mun,“ segir Karl í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Alls voru 43.900 utan vinnumarkaðar í september, þ.m.t. námsmenn, öryrkjar og heimavinnandi.

Þótt atvinnuleysi hafi haldið áfram að minnka milli ára sér þess ekki stað í tölum yfir atvinnuþátttöku að störfum sé að fjölga í takt við það. Þannig voru 166.900 starfandi í september sl. eða 700 færri en í sama mánuði í fyrra. Vinnuaflið skrapp líka saman, var 178.100 einstaklingar í september en 180.100 í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert