„Vandi okkar er mikill“

Fundurinn krafðist þess að Alþingi tryggi tafarlaust afnám verðtryggingar á …
Fundurinn krafðist þess að Alþingi tryggi tafarlaust afnám verðtryggingar á lánsfé og tryggi að gildandi lög um neytendavernd séu virt. mbl.is/Árni Sæberg

„Vandi okkar er mikill, það dylst engum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) í Háskólabíói í gærkvöldi.

Hann sagði að þúsundir fjölskyldna myndu þurfa á mikilli aðstoð að halda á næstu árum og nefndi hann húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabætur sem tæki til að koma þeim til aðstoðar. Steingrímur sagði einnig: „Ég held að verðtryggingin muni láta undan síga.“

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vék að „snjóhengjunni“ í máli sínu og sagði Ísland vera í „verulega hættulegri stöðu“ hvað hana varðar. Allir flokkar á Alþingi þyrftu að sameinast um að vinna bug á þeim vanda. Hann sagði í pallborðsumræðum að um 13.000 fjölskyldur hefðu keypt sína fyrstu fasteign á bóluárunum og að þessi hópur ætti í miklum vanda.

Mikill hiti var í fundarmönnum og voru ítrekað gerð hróp að ræðumönnum eða púað á þá og þá fyrst og fremst á Steingrím J. Sigfússon.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert