Afhenta ályktun borgarafundarins

Salurinn í Háskólabíói var þéttsetinn á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna í …
Salurinn í Háskólabíói var þéttsetinn á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Á morgun, föstudaginn 16. nóvember kl. 13,  mun Ólafur Garðarsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, afhenda Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, ályktun 1000 manna borgarafundar sem samtökin stóðu fyrir í Háskólabíó síðastliðinn miðvikudag undir yfirskriftinni „Verðtryggingin dregin fyrir dóm“.

Ályktunin er svohljóðandi: Almennur fundur í Háskólabíó 13. nóvember 2012 krefst þess að Alþingi tryggi tafarlaust afnám verðtryggingar á lánsfé og að gildandi lög um neytendavernd séu virt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert