Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segist óttast að grípi útgerðarmenn til verkbanns á sjómenn bitni það á þjóðinni í heild.
Í fréttaskýringu um samningamál sjómanna í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fundur hefur verið boðaður í kjaradeilu útgerðarmanna og sjómanna í dag, en engin lausn virðist vera í sjónmáli.
Á morgun fjallar stjórn LÍÚ um verkbann á sjómenn.