Furðar sig á umboði lögfræðinefndar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Rax

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á því hvers vegna lögfræðinganefnd, sem falið var að fara yfir tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, hafi einungis verið heimilt samkvæmt umboði hennar að skoða lagatæknileg atriði varðandi hana í ljósi þess að nú sé rætt um að óska eftir heildstæðu mati Feneyjanefndar Evrópuráðsins á tillögunum.

„Hvers vegna þykir nú rétt að senda stjórnarskrártillögurnar til Feneyjanefndarinnar til efnislegrar skoðunar þegar lögfræðinganefndin sem var að skila af sér mátti einungis skoða ,„lagatæknileg“ atriði? Hvers vegna mátti hún ekki framkvæma heildstætt mat og fjalla um efnisleg atriði ef eðlilegt þykir að Feneyjanefndin geri það?“ spyr Bjarni á Facebook-síðu sinni í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert