Myndu tapa 600 milljörðum króna

mbl.is/Kristinn

Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir myndu gróft á litið tapa um 600 milljörðum króna ef hjón sem stefnt hafa Íbúðalánasjóði vinna málið.

Þetta er lausleg áætlun Yngva Harðarsonar, framkvæmdastjóra ráðgjafafyrirtækisins Analytica, sem tekur dæmi af því hvaða endurgreiðslum lántakendur gætu átt rétt á ef dæmt verður að verðbætur skuli endurgreiddar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lántaki sem hafi tekið 10 milljóna króna lán árið 2002 geti átt endurkröfurétt á verðbótum, greiddum og ógreiddum, að fjárhæð 8.525.394 kr. Áhrifin á fjármálakerfið yrðu því gífurleg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert