Stjórnarskrárfrumvarpið lagt fram

mbl.is/Hjörtur

Frumvarp til stjórnskipunarlaga byggt á tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá var formlega lagt fram á Alþingi í dag og er nú komið inn á vef þingsins.

Eins og fram hefur komið er stefnt að því að frumvarpið verði tekið til efnislegrar umfjöllunar á Alþingi í næstu viku og standa vonir stjórnarmeirihlutans til þess að hægt verði að klára fyrstu umræðu um málið fyrir jól.

Þá er stefnt að því að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir lok þessa þings í vor og að ný stjórnarskrá taki gildi að loknum næstu kosningum með samþykkti nýkjörins þings í samræmi við núgildandi stjórnarskrá.

Óvíst er hvort sú tímaáætlun eigi eftir að standast þar sem málið er bæði mjög umdeilt innan Alþingis auk þess sem frumvarpið hefur verið alvarlega gagnrýnt af ýmsum sérfræðingum sem hafa tjáð sig um það að undanförnu.

Frumvarpið á vef Alþingis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert