Stýrimaður sagður hafa sofnað

Eimskip
Eimskip

Pólfoss, frystiskip Eimskipafélagsins, losnaði af strandstað við eyjuna Altra í Norður-Noregi í morgun. Í frétt norska ríkissjónvarpsins, NRK, segir að stýrimaðurinn hafi sofnað við störf sín skömmu fyrir strandið. Skipið er nú komið í höfn í Sandnessjøen.

Í frétt NRK er haft eftir lögreglunni að skipstjórinn hafi sagt lögreglu að stýrimaðurinn hafi sofnað, en skipið var á fullri ferð er það strandaði á sandgrynningum.

„Við höfum ekki fengið staðfestingu á því, en þetta er eitt af því sem lögregla og yfirvöld í Noregi munu rannsaka,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, er hann var spurður um hvort stýrimaðurinn hefði sofnað við störf sín.

„Nú er Pólfoss í höfn í Sandnessjøen, þar verður það um kyrrt á meðan forskoðun fer fram. Það verður kafað undir skipið og að rannsókn lokinni fer það áfram til Ålesund. Skipstjórinn segir að engar skemmdir séu sjáanlegar, það var lán í óláni að það standaði í malar - og sandfjöru,“ segir Ólafur.

Pólfoss strandaði skömmu eftir klukkan hálf sjö í morgun. Níu manns eru í áhöfn skipsins, sem flytur 1800 tonn af frosnum fiski. 

Frétt mbl.is: Engar skemmdir sjáanlegar á Pólfossi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert