„Það kemur á óvart hversu afgerandi niðurstaðan var“

Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir. Ómar Óskarsson

„Það kemur á óvart hversu afgerandi niðurstaðan var,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum. 

Oddný fékk 1.010 atkvæði í 1. sæti. Björgvin G. Sigurðsson, sem leiddi listann fyrir síðustu kosningar, fékk 669 atkvæði í 1.-2. sæti. 

Oddný segir kosningabaráttuna hafa verið bæði drengilega og góða. „Við vorum auðvitað öll að keppa, hvert að sínu markmiði, en við erum líka öll góðir félagar. Þannig að þetta var drengileg barátta sem endaði með þessum hætti.“

Áttu von á að kosningabaráttan hafi áhrif á samstarf eða samskipti innan flokksins? „Nei, alls ekki. Ég á ekki von á því.“

Oddný segist fyrst og fremst þakka stuðningsmönnum sínum þennan árangur.

„Þau hafa unnið með mér undanfarna daga. Það hefur verið skemmtilegt að finna að grasrótin er að vakna og gaman að finna fyrir þeim krafti sem því fylgir. Ég er afskaplega þakklát því fólki sem studdi mig og treystir mér í þessa stöðu.“

Frétt mbl.is: Oddný í efsta sæti í Suðurkjördæmi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka