„Steingrímur kom með yfirlýsingar í febrúar 2010 um að hann ætlaði að lækka launin [hjá skilanefndunum].
Það var síðan upplýst á fundi, fyrir nokkru, að ríkisstjórnin hefði ekkert gert í þessu, það hefðu ekki komið nein tilmæli eða beiðni til FME frá Seðlabankanum, en bæði ríkissjóður og Seðlabankinn eru kröfuhafar.“
Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann gagnrýnir að ekkert hafi verið gert varðandi ofurlaun skilanefndarmanna.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag bendir Guðlaugur einnig á að Fjármálaeftirlitið hafi fengið sérstaklega lagaheimild og um 600 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að framkvæma eftirlit með slitastjórnum bankanna.