Kosningu lokið hjá Samfylkingu

Merki Samfylkingarinnar
Merki Samfylkingarinnar

Kjörstöðum í í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík og Suðurkjördæmi var lokað klukkan 17, en hægt var að kjósa á netinu til kl. 18. Þar eru 3.500 á kjörskrá og höfðu tæplega 1.500 kosið kl. 17. 

„Þetta eru um 42% og það þykir góð þátttaka í svona netkosningu,“ segir Eysteinn Eyjólfsson, upplýsingafulltrúi Samfylkingarinnar. „Það er ekki hægt að bera þetta saman við síðustu kosningar, því þá vorum við með opið prófkjör í Suðurkjördæmi.“

Í Reykjavík höfðu rúmlega 2.300 kosið kl. 17 en þar eru 6.500 á kjörskrá. Þar var kjörstaður í Laugardalshöll opinn til kl. 18, rétt eins og netkosningin.

Gert er ráð fyrir að úrslit í Suðurkjördæmi verði tilkynnt upp úr kl. 19 á Hótel Selfossi, en úrslit í Reykjavík muni liggja fyrir síðar um kvöldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert