Oddný G. Harðardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Björgvin G. Sigurðsson, sem einnig sóttist eftir efsta sætinu, hafnaði í öðru sæti. Þetta eru niðurstöður flokksvals Samfylkingarinnar. Í þriðja sæti er Arna Ír Gunnarsdóttir.
Björgvin leiddi listann í kosningunum 2009.
Oddný fékk 1.010 atkvæði í 1. sæti og Björgvin fékk 669 atkvæði í 1.-2. sæti. Ekki þurfti að beita ákvæðum til þess að tryggja jafnt hlutfall kynja og kosning er bindandi í fjögur efstu sætin. Ellefu voru í framboði.
1.551 greiddi atkvæði sem er 43,71% kjörsókn.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. Oddný G. Harðardóttir með 1.010 atkvæði í 1. sæti
2. Björgvin G. Sigurðsson með 669 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Arna Ír Gunnarsdóttir með 456 atkvæði í 1.-3.sæti
4. Árni Rúnar Þorvaldsson með 622 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Ólafur Þór Ólafsson með 615 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Bryndís Sigurðardóttir með 637 atkvæði í 1.-6. sæti
Úrslitin á vefsíðu Samfylkingarinnar