Guðrún Sóley Gestsdóttir -
Rétt í þessu voru tilkynnt úrslit í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík og varð Össur Skarphéðinsson í fyrsta sæti. Ekki þurfti að breyta reglum um fléttulista. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir varð í öðru sæti og munu þau tvö því leiða framboðslistana í Reykjavík.
Þrír sóttust eftir fyrsta sætinu, auk Össurar og Sigríðar bauð Valgerður Bjarnadóttir sig fram í 1.-2. sæti.
Á kjörskrá voru 6.669. 2514 greiddu atkvæði. Tvö atkvæði voru ógild og átta auð og þannig 2.504 gild.
Fyrstu átta sæti listans eru bindandi kosning. Niðurstöður voru á þessa leið:
1. sæti Össur Skarphéðinsson með 972 atkvæði í 1. sæti
2. sæti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir með 1.322 atkvæði í 1.-2. sæti
3. sæti Helgi Hjörvar með 1.205 atkvæði í 1.-3.sæti
4. sæti Valgerður Bjarnadóttir með 1.255 atkvæði í 1.-4. sæti
5. sæti Skúli Helgason með 1.246 atkvæði í 1.-5. sæti
6. sæti Björk Vilhelmsdóttir með 1.350 með atkvæði í 1.-6. sæti
7. sæti Mörður Árnason með 1.477 atkvæði í 1.-7. sæti
8. sæti Anna Margrét Guðjónsdóttir með 1.381 atkvæði í 1.-8. sæti