„Ég er ekki ósátt við niðurstöðuna. Það voru margir að keppa um það sama. Niðurstaðan varð sú að ég verð í öðru sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og það er býsna gott,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Hún stefndi á 1.-2. sætið í flokksvalinu, en hafnaði í því fjórða.
Hún segir kosningabaráttuna hafa farið vel fram og segir útkomuna vera sterkan lista sem hún sé stolt af að vera hluti af.