68 atkvæði skildu á milli

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. Rax / Ragnar Axelsson

Ein­ung­is 68 at­kvæði skildu þau Össur Skarp­héðins­son og Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur að í bar­átt­unni um fyrsta sætið í flokksvali Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík. Össur fékk 972 at­kvæði í fyrsta sætið, en Sig­ríður Ingi­björg 904.

Val­gerður Bjarna­dótt­ir, sem einnig sótt­ist eft­ir fyrsta sæt­inu, fékk 292 at­kvæði í það og hafnaði í því fjórða. Alls fékk Össur 1.800 at­kvæði í 1.-8. sæti, en Sig­ríður Ingi­björg fékk 2.082.

6.600 flokks­fé­lag­ar voru á kjör­skrá, 2.514 eða 38% greiddu at­kvæði.

Þetta kem­ur fram í úr­slit­um, sem birt eru á vefsíðu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Össur í 1. sæti, Sig­ríður í 2. sæti

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert