Ást Íslendinga á ferðamönnum að minnka?

Ferðamenn við Gullfoss.
Ferðamenn við Gullfoss. mbl.is/Rax

„Í mörg ár hafa Íslendingar boðið útlendinga velkomna með opinn faðminn. En nú þegar peningarnir frá ferðamönnum flæða inn í þetta heimskautaland og ríkisstjórnin kynnir jökla, hveri og heilsulindir á alþjóðavettvangi, eru merki um að ást Íslendinga á ferðamönnum fari minnkandi.“

Þannig skrifar pistlahöfundurinn Jared Stoffco í kanadíska blaðið Toronto Star. Þykir þetta kristallast í ummælum Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, um að ferðamenn séu að verða alltof margir hér á landi.

Hefur pistlahöfundurinn eftir Saari að ekki sé hægt að njóta náttúrufegurðar vegna þess að þúsundir útlendinga séu þar, „að trufla mann í eigin landi“.

Greinarhöfundurinn segir frá ferðamannaverslunum og ferðamannastöðum og byggingu hótela í Reykjavík. „En nú þegar fleiri ferðamenn koma og fleiri hótel eru byggð finnst sumum að borgin sé að tapa sérstöðu sinni,“ skrifar hann og vitnar í listamanninn Tönju Pollock sem er ein þriggja listamanna sem skapað hafa veggjalist í Hjartagarðinum.

Haft er eftir Pollock í greininni að finna verði jafnvægi svo að Ísland tapi ekki sérkennum sínum. „Fyrir hvern er borgin? Fólk eða steinsteypu?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert