Segir Sigurð hafa átt frumkvæði að gjöf

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eirar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi stjórnarformaður Eirar. mbl.is/Friðrik Tryggvason

„Í ljósi fjöl­miðlaum­ræðu um brúðar­gjöf til okk­ar hjóna frá Eir í júní 2008 og með hvaða hætti fyrr­ver­andi for­stjóri, Sig­urður H. Guðmunds­son, hef­ur mat­reitt málið í fjöl­miðlum höf­um við ákveðið að skila þess­ari brúðar­gjöf og end­ur­greiða and­virði henn­ar til Eir­ar. Það eru frá­leit­ar ásak­an­ir fyrr­ver­andi for­stjóra að ég hafi skipað hon­um að gera þetta. Þeir sem til þekkja vita best að fyrr­ver­andi for­stjóri skipaði en lét aldrei skipa sér.“ 

Svo hljóðar yf­ir­lýs­ing sem Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar, og eig­in­kona hans sendu frá sér í dag vegna staðhæf­inga Sig­urðar Helga Guðmunds­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins, þess efn­is að Vil­hjálm­ur hefði farið fram á við Eir að hann fengi 100.000 kr. brúðkaups­gjöf sum­arið 2008.

- Þú neit­ar þá þess­um ásök­un­um al­veg?

„Al­gjör­lega. Þetta er und­ir­ritað í bók­haldi fyr­ir­tæk­is­ins. Ég fór upp eft­ir í morg­un ásamt fram­kvæmda­stjóra og skoðaði þenn­an reikn­ing. Þetta er und­ir­ritað af Sig­urði H. Guðmunds­syni og Emil Th. Guðjóns­syni fjár­mála­stjóra og er sent mér og bréfið gefið út 16. júní þannig að ég hafi skipað hon­um, það er svo fjarri lagi að ég hafi gert þetta. Þetta var að frum­kvæði hans.“

-En hvernig var með hina gjöf­ina sem hann end­ur­greiddi?

„Það var af því að hann hafði skrifað það sem lög­fræðiaðstoð og lét það renna til dótt­ur sinn­ar, eins og fram hef­ur komið í fjöl­miðlum, og henn­ar fjöl­skyldu. En ef menn vinna lög­fræðistörf fyr­ir Eir þá senda þeir reikn­ing.

-Var þér kunn­ugt um þetta á þess­um tíma?

„Nei alls ekki.“

-Voru fleiri slík­ar stór­gjaf­ir sem Hjúkr­un­ar­heim­ilið Eir gaf á þess­um árum?

„Nei, mér er ekki kunn­ugt það.“

Vill fá út­tekt á starf­semi Eir­ar

Sig­urður Helgi Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri, hvatti í bréfi sem sent var fjöl­miðlum í dag stjórn Eir­ar til þess að óska nú þegar eft­ir rann­sókn á starf­semi Eir­ar. Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur neitað að fara yfir bók­hald fé­lags­ins. Vil­hjálm­ur seg­ir að hann vilji rann­sókn á starf­semi þess.

„Ég óskaði eft­ir því við rík­is­end­ur­skoðun 12. októ­ber að fram færi út­tekt á hús­rekstr­ar­sjóði Eir­ar og þess­vegna á starf­sem­inni allri og það tók nú rík­is­end­ur­skoðun þrjár vik­ur að svara því að þeir ætluðu ekki að gera það, þrátt fyr­ir að þeir hafi ávallt und­ir­ritað og skoðað reikn­inga, bæði rekstr­ar­stjóðs og hús­rekstr­ar­sjóðs þá töldu þeir sér þetta óviðkom­andi. Þá þegar flutti ég til­lögu, 8. nóv­em­ber á stjórn­ar­fundi, um að það yrði leitað til efna­hags- og viðskiptaráðherra um að slík út­tekt færi fram þannig að það hef­ur aldrei staðið á hvorki mér né stjórn­inni að óska eft­ir slíkri út­tekt sem ég tel mjög mik­il­væga,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Tókst að skera niður í rekstri 50 millj­ón­ir á árs­grund­velli

„Þann stutta tíma sem að ég var fram­kvæmda­stjóri og eft­ir að ég fór að rýna bet­ur í stöðuna á næstu vik­um eft­ir að ég tók við þá sá ég að þyrfti að grípa til hagræðing­araðgerða og við náðum því á síðari hluta árs­ins í fyrra að skera niður í rekstri sem nem­ur um 50 millj­ón króna á árs­grund­velli, bæði fyr­ir rekstr­ar­sjóð og hús­rekstr­ar­sjóð og skiluðu sér í rekstri hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins á síðasta ári með 2,7 millj­óna króna af­gangi.

Hitt er ljóst að efna­hags­hrunið, verðbólga og að við höf­um ekki getað komið íbúðunum út „í vinnu“ eins og sagt er og líka rúm­lega fjög­urra ára seink­un á bygg­ingu þjón­ustumiðstöð borg­ar­inn­ar, sem átti að tengj­ast og eru nú reynd­ar fram­kvæmd­ir hafn­ar við, hafa valdið okk­ur ómældu tjóni. Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál.

Seg­ir borg­ina hafa seinkað fram­kvæmd­um ár frá ári

Það var und­ir­ritað sam­komu­lag á milli Eir­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar um að þess­ar fram­kvæmd­ir ættu sér stað á ákveðnu tíma­bili, en borg­in óskaði aldrei eft­ir rift­un á því sam­komu­lagi held­ur bara seinkaði þessu ár frá ári og það er nátt­úr­lega bara mál borg­ar­inn­ar en hef­ur valdið okk­ur ómældu tjóni og líka af­leiðing­ar hruns­ins á löng­um tíma og gert að verk­um að fólk gat ekki losnað við sín­ar íbúðir og þess vegna kom það ekki til okk­ar. En núna í dag eru um 30 íbúðir laus­ar,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Seg­ir mik­il­vægt að menn fái vinnufrið

Vil­hjálm­ur seg­ir þetta hafa haft gríðarleg áhrif á stöðu Eir­ar. „Enda erum við kannski ekki ein­ir um það. Mér sýn­ist að þúsund­ir fyr­ir­tækja og ein­stak­linga séu í slíkri stöðu í dag að það sé nú ekki bjart út­lit hjá því fólki og fyr­ir­tækj­um. Við erum ekki að biðja um það að það verði af­skrifaðir af okk­ur ein­hverj­ir millj­arðar, fjarri lagi. Við telj­um að með þeim aðgerðum sem nú er verið að vinna að og ég legg áherslu á að þar er verið að vinna mjög fag­lega og skipu­lega að þá mun okk­ur tak­ast að kom­ast út úr þessu og tryggja stöðu okk­ar lán­ar­drottna og íbúðarétt­ar­hafa.

Svo síðast en ekki síst þá er mik­il­vægt að þeir sem eru að vinna að þessu, fag­leg­ir aðilar sem hafa verið að vinna af­skap­lega góða vinnu, að menn fái vinnufrið til að sinna sínu starfi,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Hjúkrunarheimilið Eir.
Hjúkr­un­ar­heim­ilið Eir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert