Konur styrkja stöðu sína

Kosið var á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og Reykjavík um …
Kosið var á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og Reykjavík um helgina og styrktu konurnar í flokknum stöðu sína verulega.

Oddný G. Harðardóttir vann yfirburðasigur á Björgvini G. Sigurðssyni í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á laugardaginn.

Oddný hefur gegnt stöðu þingflokksformanns og fjármálaráðherra á kjörtímabilinu og styrkt stöðu sína verulega innan Samfylkingarinnar. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að margir hafi nefnt hana sem mögulegan arftaka Jóhönnu Sigurðardóttur en sjálf segist Oddný ekki hafa íhugað að fara í formannsframboð.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður var einungis 68 atkvæðum frá því að fella Össur Skarphéðinsson úr 1. sæti flokksins í Reykjavík. Sigríður kom ný inn á þing eftir kosningarnar 2009 líkt og Oddný og hafa þær báðar styrkt stöðu sína innan flokksins verulega á kjörtímabilinu.

Líkt og Oddný hefur Sigríður verið orðuð við formannsembætti Samfylkingarinnar en hún segist sjálf vilja halda þeirri spurningu opinni að svo stöddu. Katrín Júlíusdóttir, efnahags- og fjármálaráðherra, hefur einnig verið nefnd sem mögulegur formaður en staða hennar gæti verið veikari eftir að hafa tapað fyrir Árna Páli Árnasyni í baráttunni um fyrsta sætið í Suðvesturkjördæmi. Árni Páll hefur einn lýst yfir framboði til formanns Samfylkingarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert