Ráðherra hvetur til mótmæla

Mótmælt fyrir utan sendiráð Ísraela á Indlandi í dag
Mótmælt fyrir utan sendiráð Ísraela á Indlandi í dag AFP

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hvetur fólk til að fjölmenna á mótmælafund fyrir utan bandaríska sendiráðið í dag en fundurinn er haldinn á vegum félagsins Ísland-Palestína. Er Ögmundur einn ræðumanna á fundinum.

Mótmælafundurinn, Stöðvum blóðbaðið, verður haldinn klukkan 17 í dag á Laufásvegi.

Tilefnið eru árásir Ísraelshers og morð á palestínskum borgurum á Gaza ströndinni, samkvæmt tilkynningu en eins og fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá hafa verið linnulausar árásir milli Gaza og Ísraels undanfarna daga. Á Gaza hafa tæplega eitthundrað manns látist og þrír Ísraelar.

Ræðumenn verða Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Ahmed Abunahla, jafnréttisnemi við HÍ, frá Gaza.

Fundarstjóri verður Sveinn Rúnar Hauksson læknir, formaður FÍP.

Frétt BBC um ástandið á Gaza

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert