Segir VG „ósjálfbært rekald“

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. mbl.is

„Viðsnún­ing­ur­inn frá þeirri stöðu sem byggð hafði verið upp fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2007 og 2009 er hvað innviði snert­ir hörmu­leg­ur. Flokks­for­yst­an taldi sér trú um að með þátt­töku í rík­is­stjórn væri hún kom­in í skips­rúm til langs tíma. Hún hætti að rækta garðinn og trúnað við um­bjóðend­ur sína, fólkið sem borið hafði hana til valda.“

Þetta seg­ir Hjör­leif­ur Gutt­orms­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra, í grein á vef­rit­inu Smugunni þar sem hann fjall­ar um stöðu Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og skýt­ur föst­um skot­um á nú­ver­andi þing­menn flokks­ins og aðra sem sækj­ast eft­ir því að skipa fram­boðslista hans í Reykja­vík fyr­ir næstu kosn­ing­ar.

Til­efni skrif­anna er kynn­ing­ar­bæk­ling­ur sem hon­um barst vegna for­vals VG í Reykja­vík en hann seg­ir eng­an af fram­bjóðend­un­um hafa minnst á Evr­ópu­mál­in í um­fjöll­un um áhersl­ur sín­ar utan einn sem hafi ekki gert upp við sig hvort kost­ir aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu vegi þyngra en gall­arn­ir.

„Þögn­in um þetta stærsta sjálf­stæðismál Íslend­inga hjá fram­bjóðend­um flokks, sem haft hef­ur and­stöðu við ESB-aðild sem stefnu­mál frá byrj­un, er af­hjúp­andi og dap­ur­leg staðreynd,“ seg­ir Hjör­leif­ur. Nú séu þeir sömu þing­menn í fram­boði sem samþykkt hafi að sækja um aðild að ESB árið 2009.

„Öðru hvoru hafa þess­ir sömu þing­menn gefið til kynna að þeir væru ekki al­veg gengn­ir í björg og að leiða þyrfti aðild­ar­ferlið til lykta á þess­um vetri – fyr­ir kosn­ing­ar. Á ekk­ert slíkt er minnst nú, þegar viðkom­andi leita eft­ir stuðningi fé­laga sinna,“ seg­ir hann enn­frem­ur og rifjar upp að VG hafi upp­haf­lega verið stofnuð ekki síst utan um and­stöðu við aðild að ESB.

„Nú þegar andstaðan við aðild að ESB er orðin slíkt auka­atriði að fram­bjóðend­ur VG nefna hana ekki á nafn þegar þeir gera grein fyr­ir sér, er fokið í flest skjól. Flokk­ur­inn sem við stofnuðum um alda­mót­in er því miður að verða ósjálf­bært rekald við hliðina á Sam­fylk­ing­unni,“ seg­ir Hjör­leif­ur að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert