Tillaga um að slíta stjórnmálasambandi

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, upplýsti á Alþingi í dag að hún og fleiri þingmenn ætluðu að leggja fram þingsályktunartillögu um að stjórnmálasambandi við Ísrael yrði slitið. Sagðist hún vonast til þess að það yrði gert í dag.

Ekki kom fram hvaða aðrir þingmenn yrðu flutningsmenn að tillögunni en að sögn Birgittu væri enn unnið að henni.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hvatti hins vegar til þess að varlega yrði stigið til jarðar í þeim málum og haft sem mest samræmi við önnur ríki um slíkar aðgerðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert