80% telja Landsvirkjun skila miklum verðmætum

Búrfellsvirkjun er ein af virkjunum Landsvirkjunar.
Búrfellsvirkjun er ein af virkjunum Landsvirkjunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

80% þjóðarinnar telja Landsvirkjun skapa mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Þetta er niðurstaða í nýrri viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landsvirkjun.

Í könnuninni var spurt: „Hversu mikil eða lítil verðmæti skapar Landsvirkjun að þínu mati fyrir íslenskt samfélag?“ 35,6% svarenda sögðust telja að Landsvirkjun skapaði mjög mikil verðmæti, 44,6% sögðust telja að Landsvirkjun skapaði mikil verðmæti, 9,7% sögðust telja að Landsvirkjun skapaði frekar lítil verðmæti og 8,9% sögðust telja að Landsvirkjun skapaði lítil verðmæti.

Haustfundur Landsvirkjunar, ARÐUR Í ORKU FRAMTÍÐAR, verður haldinn á Hótel Hilton Reykjavik Nordica á morgun, miðvikudag kl. 14-16. „Á haustfundinum leggjum við mat á hvernig til hefur tekist, ræðum framtíðarhorfur, tækifæri og samfélagslegt hlutverk Landsvirkjunar. Allir eru velkomnir á haustfundinn,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert