Fagna umræðu um löggæslumál

Lögreglumenn að störfum. Úr safni.
Lögreglumenn að störfum. Úr safni. mbl.is/Ómar

Landssamband lögreglumanna (LL) fagnar þeirri umræðu sem orðið hefur um löggæslumál á Íslandi og stöðu lögreglunnar undanfarna daga á Alþingi í tengslum við skýrslu sem innanríkisráðuneytið lét gera um stöðu lögreglunnar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá LL sem er svohljóðandi:

„Landssamband lögreglumanna (LL) fagnar þeirri réttmætu umræðu sem orðið hefur um löggæslumál á Íslandi og stöðu lögreglunnar undanfarna daga á Alþingi Íslendinga.

Umræðan, sem og tilvitnanir í skýrslu sem innanríkisráðuneytið hefur unnið, staðfestir í einu og öllu málflutning LL undanfarin ár og misseri um stöðu lögreglunnar vegna mikils niðurskurðar til málaflokksins og fækkunar lögreglumanna.

LL hvetur þingmenn þjóðarinnar sem og bæjar- og sveitarstjórnarmenn til málefnalegrar þátttöku í allri umræðu um löggæslumál og leggur um leið áherslu á þá miklu ábyrgð sem hvílir á kjörnum fulltrúum þjóðarinnar er kemur að skipulagi löggæslu á Íslandi og fjárveitingum til málaflokksins.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert