Nóró-veiran gengur aftur

Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Ljósmynd/Bæjarins besta

Nokkuð hef­ur verið um for­föll á manna­mót­um á Ísaf­irði og í ná­grenni und­an­farna daga sök­um veik­inda hjá fólki. Lækn­ir á heilsu­gæslu­stöðinni á Ísaf­irði kann­ast ekki við að neinn in­flú­ensu­far­ald­ur sé í gangi um þess­ar mund­ir enda herji in­flú­ensa yf­ir­leitt ekki á lands­menn fyrr en upp úr ára­mót­um.

Hann seg­ir hins veg­ar í sam­tali við Bæj­ar­ins besta að Nóró-veir­an, sem marg­ir veikt­ust af fyr­ir nokkr­um vik­um, sé enn í gangi. Sá far­ald­ur var svo skæður að loka þurfti deild­um og gera ýms­ar aðrar ráðstaf­an­ir víða á heil­brigðis­stofn­un­um til að hafa hem­il á smit­hættu. Veir­an veld­ur niður­gangi og upp­köst­um og stund­um fylg­ir hiti veik­ind­un­um.

Lækn­ir­inn kall­ar þetta „ann­an um­gang“ veirunn­ar og seg­ist verða var við að fólk sé enn að veikj­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert