Öll útgáfa bönnuð nema með leyfi rétthafa

Paul McCartney og John Lennon.
Paul McCartney og John Lennon. AFP

Stjórn Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) segir að það sé með öllu óleyfilegt að gefa út söngtónlist með breyttum texta nema að leyfi viðkomandi tónhöfundar eða rétthafa liggi fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem varðar leyfi fyrir íslensku texta á Bítlalaginu „Across the Universe“.

Lagið er á finna á nýrri jólaplötu Bubba Morthens. Í gær var greint frá því að platan muni ekki koma út fyrir þessi jól líkt og til stóð. Ástæðan er sú að ekki var búið að tryggja leyfi fyrir notkun á Bítlalaginu sem er á plötunni

Fram kemur að STEFi hafi fyrir nokkru borist óformleg fyrirspurn frá rétthafa innan STEFs um hvort leyfi væri fyrir íslenskum texta við lagið „Across the Universe“, sem er eftir John Lennon og Paul McCartney.

Tekið er fram, að þar sem slíkar leyfisveitingar falli ekki innan starfssviðs STEFs hafi fyrirspurninni samkvæmt venju verið komið áfram til hlutaðeigandi aðila.  

„Að undanförnu hefur STEF ásamt FTT (Félagi tónskálda og textahöfunda) staðið fyrir vitundarvakningu meðal innlendra höfunda um réttindi þeirra og skyldur varðandi hliðstæð mál.  Í kjölfar þessarar vitundarvakningar hefur fyrirspurnum fjölgað til muna um sambærileg mál.

Rétt er taka fram að það er með öllu óleyfilegt að gefa út söngtónlist með breyttum texta nema að leyfi viðkomandi tónhöfundar eða rétthafa liggi fyrir,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert