Rangt að breyta því sem reynst hefur vel

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég vil byrja á því sem er nú, ég verð að segja, harla óvenjulegt að taka undir orð háttvirts þingmanns Guðlaugs Þórs Þórðarsonar,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í umræðum á Alþingi í dag.

Vísaði hún þar til þeirra orða Guðlaugs Þórs, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ekki væri ástæða til þess að breyta fyrirkomulagi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og færa þá frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins til Landspítalans.

Tók Álfheiður, sem er fyrrverandi ráðherra heilbrigðismála, undir með Guðlaugi um að ekki væri ástæða til þess að breyta fyrirkomulagi sem reynst hefði vel. Guðlaugur benti á að í tíð hans sem heilbrigðisráðherra frá 2007-2009 hefði ekki komið fram annað en að núverandi fyrirkomulag væri hagkvæmt.

Þá vakti hann einnig athygli á því að á þeim eina stað þar sem annað fyrirkomulag væri til staðar, í sveitarfélaginu Árborg, væri einingaverðið hæst á landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert