Karlmaður um tvítugt var tekinn vegna gruns um ölvun við akstur í Keflavík um tvöleytið í nótt. Lögreglunni á Suðurnesjum höfðu borist ábendingar um að aksturslagi hans væri verulega ábótavant og að auki hafði dekk farið af einni felgu bílsins við aksturslagið.
Lögregla leitaði manninn uppi en þegar hann sá hvert stefndi stöðvaði hann bílinn og rölti rólega á brott.
Ekki tók langan tíma að handsama hann og gisti hann fangageymslur í nótt.