Stjórnarskrármálið og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö mál eru á dagskrá Alþingis í dag fyrir utan umræður um störf þingsins. Að þeim loknum mun sérstök umræða fara fram  um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins og því næst hefst fyrsta umræða um frumvarp meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að nýrri stjórnarskrá.

Málshefjandi í umræðu um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, þar sem átök hafa staðið yfir á milli Ísraela og Palestínumanna, er Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Til andsvara verður Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Greint var frá því í fjölmiðlum í byrjun vikunnar að Árni Þór hefði óskað eftir umræðu um málið á Alþingi og ennfremur lýst þeirri skoðun sinni að ástæða væri til þess að endurskoða stjórnmálasamband Ísland við Ísrael og hvetja önnur ríki til þess að gera slíkt hið sama.

Í grein sem Árni Þór ritaði á heimasíðu sína síðastliðinn laugardag sagði hann ennfremur meðal annars að alþjóðasamfélagið yrði að fordæma framferði Ísraela harðlega og að Ísland ætti að ryðja brautina í þeim efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert