Verum breytingin sem við boðum

Hanna Birna kristjánsdóttir
Hanna Birna kristjánsdóttir

„Við þær aðstæður sem nú eru í stjórnmálum og samfélaginu almennt nægir ekki að boða breytingar og betri tíma. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn verða sjálfir að vera sú breyting, endurvinna það traust sem glatast hefur og hafa hugrekki til að fara nýjar leiðir og innleiða ný vinnubrögð,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þau verkefni sem bíða íslensks samfélags hafa sjaldan verið brýnni en nú, segir Hanna Birna. „Ekkert stjórnmálaafl getur tekist á við þessi verkefni betur en Sjálfstæðisflokkurinn. En til þess þarf hann afgerandi umboð þjóðarinnar. Umboð sem fæst ekki aðeins vegna þess að núverandi ríkisstjórn leysir verkefnin illa, heldur vegna þess að almenningur treystir því að Sjálfstæðisflokkurinn muni leysa þau betur en aðrir.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert