Óbreytt rjúpnaveiðitímabil

mbl.is/Sverrir

Að höfðu sam­ráði við Um­hverf­is­stofn­un verða ekki gerðar frek­ari breyt­ing­ar á regl­um um rjúpna­veiðar á þessu ári að sögn um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins.

Þetta kem­ur fram á vef ráðuneyt­is­ins. Það seg­ir að því hafi að und­an­förnu borist fjöl­marg­ar fyr­ir­spurn­ir og ósk­ir um mögu­lega leng­ingu á rjúpna­veiðitíma­bil­inu í ár vegna veðurs.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur t.a.m. óskað eft­ir því að um­hverf­is­nefnd þings­ins taki til um­fjöll­un­ar mögu­lega leng­inu rjúpna­veiðitíma­bils­ins vegna óveðurs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert