Að höfðu samráði við Umhverfisstofnun verða ekki gerðar frekari breytingar á reglum um rjúpnaveiðar á þessu ári að sögn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. Það segir að því hafi að undanförnu borist fjölmargar fyrirspurnir og óskir um mögulega lengingu á rjúpnaveiðitímabilinu í ár vegna veðurs.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur t.a.m. óskað eftir því að umhverfisnefnd þingsins taki til umfjöllunar mögulega lenginu rjúpnaveiðitímabilsins vegna óveðurs.