Nær 67 prósent af háskólanemum sem útskrifuðust árið 2011 voru konur. Til samanburðar voru 63 prósent útskrifaðra háskólanema árið 2011 konur í Svíþjóð, sem er það norrænt ríki sem kemst næst því að jafna metin við Ísland.
Þetta má lesa í Nordisk Statistisk Årbog 2012 (Norrænum hagtölum) sem kemur út þann 21. nóvember.
Í Danmörku, þar sem konur er fæstar háskólanemar, voru 59 prósent útskrifaðra háskólanema konur árið 2011. Á öllum Norðurlöndunum hefur hlutfall kvenna sem útskrifast úr háskóla aukist undanfarin 10 - 12 ár og öll þau ár hafa konur verið í meirihluta þeirra sem luku háskólaprófi. Síðustu tölur frá Finnlandi sýna þó fækkun. Íslenskar konur standa sterkast í félagsvísindum, viðskipta- og lögfræði. Annars staðar á Norðurlöndum er konur flestar í félags- og heilbrigðisvísindum.