Hlé á umræðum um stjórnarskipunarlög

Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Golli

Gert hefur verið hlé á umræðum um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en þingfundi var slitið rétt fyrir kl. 21 í kvöld. Þá höfðu umræðurnar í dag staðið yfir á Alþingi frá því kl. 16. Enn eru nokkrir þingmenn á mælendaskrá.

Fyrsta umræða um frumvarp að nýrri stjórnarskrá hófst á Alþingi í gær og mælti formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, Valgerður Bjarnadóttir, fyrir frumvarpinu við upphaf umræðunnar.

Þingfundur hefst aftur kl. 10.30 í fyrramálið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert