Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir sig úr stjórn FEB

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem hefur verið meðstjórnandi í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík síðastliðin tvö ár, hefur sagt sig úr stjórninni þar eð seta hans þar gæti skaðað hagsmuni félagsins og trúverðugleika. Fyrsti varamaður í stjórninni hefur tekið sæti hans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Félagi eldri borgara.

„Stjórn félagsins ræddi málefni hjúkrunarheimilisins Eirar á fundi í gær 20. nóvember. Margir félagsmenn hafa eðlilega krafið stjórn félagsins um svör við því hvernig það muni bregðast við stöðu mála á Eir. Hlutverk FEB er samkvæmt lögum þess að gæta hagsmuna eldra fólks í hvívetna og leggur stjórnin áherslu á að allt sé gert til að tryggja öryggi íbúarétthafa og þjónustu við þá sem búa á hjúkrunarheimilinu. Stjórnin treystir því jafnframt að starfshópur, sem skipaður hefur verið til að finna lausn á þessu máli, geri það fyrst og fremst með hag íbúanna að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert