Staðfestir að viðræður séu í gangi

Frá Sveitarfélaginu Garði.
Frá Sveitarfélaginu Garði. mbl.is/Rax

Viðræður eru í gangi á milli fulltrúa L-listans í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs og bæjarfulltrúa D-listans. Þetta staðfestir Davíð Ásgeirsson, bæjarfulltrúi L-listans, í tilkynningu til fjölmiðla nú í hádeginu.

„Vegna fréttaflutnings í morgun um fall meirihlutans í Sv-Garði er rétt að taka fram að vegna áherslumunar í stjórnunaraðferðum hefur fulltrúi L-lista ákveðið að fara í viðræður við D-listann,“ segir í tilkynningunni.

Mbl.is greindi frá því í morgun að viðræður væru hafnar á milli L-listans og D-listans um myndun nýs meirihluta en meirihlutinn sem nú er í uppnámi, og samanstendur af tveimur bæjarfulltrúum N-lista, einum fulltrúa D-lista og einum fulltrúa L-lista, var myndaður í vor eftir að meirihluti D-lista sprakk.

Frétt mbl.is: Viðræður um nýjan meirihluta í Garði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert