Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að umhverfisnefnd þingsins taki til umfjöllunar mögulega lenginu rjúpnaveiðitímabilsins vegna óveðurs sem hafi verið þær helgar sem veiði hefur verið leyfð.
Óskað er eftir því að nefndin fái á sinn fund fulltrúa frá umhverfisráðuneytinu, umhverfisstofnun og skotvís.
Beiðni þess efnis var send á formann og varaformann umhverfisnefndar Alþingis í dag.