Annþór og Börkur ávarpa dóminn

Börkur í lögreglufylgd.
Börkur í lögreglufylgd. mbl.is/Júlíus

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og átta öðrum vegna líkamsárása, frelsissviptingar, tilrauna til fjárkúgunar og ólögmætrar nauðungar hélt áfram eftir hádegið. Nú er ljóst að Annþór og Börkur munu ávarpa dóminn eftir málflutning saksóknara og verjenda.

Fyrir hádegi fluttu mál sitt saksóknari og verjandi Annþórs. Verjandi Barka hóf hins vegar leik eftir hádegið. Hann sagði það með ólíkindum að Börkur hefði verið í fangelsi á meðan málið var til meðferðar, enda ekki hægt að sjá hvernig hægt sé að sakfella hann í málinu. Allir hafi greint frá því að hann hafi ekki gert neitt.

Þá gagnrýndi hann lögreglu harðlega og vinnubrögð hennar. Yfirheyrslur hjá lögreglu hefðu snúist um að koma sök á Annþór og Börk. Hann hafnaði jafnframt þeirri kröfu að Börkur skuli sæta sjö ára fangelsi og sagði allt of þunga refsingu, fari svo að hann verði sakfelldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka