„Drukku frá sér ráð og rænu“

Sigurður Sigurðarson.
Sigurður Sigurðarson.

Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi fararstjóri á Kanaríeyjum og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að mjög algengt hefði verið að eldri borgarar drykkju frá sér ráð og rænu á ferðalögum.

„Eitt sinn starfaði ég sem fararstjóri á Kanaríeyjum. Það var dálítið sérstök lífsreynsla. Þar áttaði ég mig á því að hegðun fólks var mismunandi meðal Íslendinga. Hóparnir sem komu í skólaferðalög voru yfirleitt afar slæmir í heildina séð. Mikil drykkja og óregla,“ segir Sigurður í færslu á bloggsíðu sinni. Tilefnið er frétt á vef mbl.is um að amma hafi verið tekin fyrir ölvunarakstur með barnabarnið í bílnum.

„Mest hissa var ég þó á hegðun margra eldri borgara, sérstaklega drykkju þeirra. Mjög algengt var að margir úr þessum hópi urðu sér einfaldlega til skammar, drukku frá sér ráð og rænu.

Sárgrætilegast var þegar börn voru í ferð með ömmu og afa [sem] misstu tökin á tilveru sinni  vegna drykkju. Stundum kom fyrir að það þurfti einfaldlega að senda börnin heim með næstu flugvél eða þá að foreldrarnir komu í skyndingu til að bjarga málunum. 

Svona atvik tóku verulega á alla sem komu að málum, ekki síst fararstjóra. Sem betur fer gerðist þetta frekar sjaldan. En þannig er það bara að umönnun barna er útilokuð sé áfengi haft um hönd. Dómgreindin bregst og tilveran hrynur,“ skrifar Sigurður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert