Kröfum Sigurðar í þrotabúið hafnað

Sigurður Einarsson og Gestur Jónsson lögmaður hans.
Sigurður Einarsson og Gestur Jónsson lögmaður hans. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, upp á 139 milljónir í þrotabú Kaupþingi hf.

Slitastjórn Kaupþings hafi viðurkennt kröfu kröfu Sigurðar að fjárhæð 73.136.780 krónur sem almenna kröfu. Sigurður fór hins vegar fram á að krafa til viðbótar upp á 138.649.630 krónur yrði viðurkennd en henni var hafnað.

Sigurður lýsti kröfu við slit félagsins, m.a. vegna vangoldinna launa og annarra launatengdra greiðslna. Slitastjórn Kaupþings samþykkti kröfu Sigurðar aðeins að hluta og var ágreiningi aðila vísað til úrlausnar héraðsdóms. Í málinu deildu aðilar um það hvort Sigurður ætti rétt á biðlaunum í 12 mánuði eftir starfslok auk lífeyrisgreiðslna samkvæmt ráðningarsamningi og hvort Kaupþing hefði ábyrgst að greiða skattaskuld Sigurðar í Bretlandi.

Talið var að 6 mánaða uppsagnarfrestur væri sanngjarn frestur í skilningi laga í ljósi þeirra uppsagnarfresta sem tíðkaðist almennt á vinnumarkaði, svo og með tilliti til stöðu og starfskjara Sigurðar að öðru leyti. Þá var talið að Sigurður gæti ekki átt aðild að kröfu um vangoldin iðgjöld til lífeyrissjóða heldur væri það viðkomandi lífeyrissjóður sem ætti slíka kröfu gegn Kaupþingi og var kröfu Sigurðar um greiðslu lífeyrissjóðsiðgjalda því hafnað.

Að endingu var talið að Sigurði hefði ekki tekist að sanna skyldu Kauþings til að taka þátt í skattgreiðslum hans í Bretlandi og var kröfu þess efnis því einnig hafnað. Var ákvörðun slitastjórnar Kaupþings um að viðurkenna kröfu Sigurðar aðeins að hluta því staðfest.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert