Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur kært alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson, Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs, og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, til embættis sérstaks saksóknara.
Kæran lýtur að meintum brotum á lögum um mútur og umboðssvik og hlutdeild í málum tengdum Bogmanninum, félagi í eigu Guðlaugs Þórs og Ágústu.
„Ég hef engar áhyggjur af þessu, það er ekkert athugavert við þessi viðskipti sem voru fyrir áratug og menn mega skoða það eins og þeir vilja,“ segir Guðlaugur Þór og bætir við: „Þetta er einungis nýjasti þátturinn í leikriti Gunnars Andersen og Inga Freys á DV og ég efast ekki um að þeir verða örugglega fleiri.“