Nýr formaður Ísafoldar

Halldóra Hjaltadóttir er nýr formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn …
Halldóra Hjaltadóttir er nýr formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild,

Halldóra Hjaltadóttir, stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands, var kjörin nýr formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, á árlegum aðalfundi félagsins nýverið. Sigríður Sólveig Jóhönnudóttir, enskunemi við HÍ, var kjörin varaformaður.


Á fundinum voru eftirfarandi kjörin í aðal- og varastjórn félagsins: Arnar Þórarinsson
Ásgeir Geirsson, Brynja Björg Halldórsdóttir, Brynjar Benediktsson, Brynjólfur Sveinn Ívarsson, Guðjón Ebbi Guðjónsson, Haraldur Líndal, Hjalti Sigurðsson, Hulda Rós Sigurðardóttir, Ólafur Egill Jónsson, Ólafur Hannesson, Sigurður Þór Gunnlaugsson, Skúli Hansen, Snædís Karlsdóttir, Stefnir Húni Kristjánsson og Viðar Freyr Guðmundsson.

„Harðar deilur standa nú yfir hjá leiðtogum aðildarríkja Evrópusambandsins um fjárlög þess fram til 2020. Stjórn Ísafoldar fagnar því að Ísland sé ekki aðildarríki ESB og mun gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir ráðgerða aðild Íslands að sambandinu. Þrátt fyrir að kannanir hafi sýnt aukna andstöðu íslendinga við aðild að Evrópusambandinu er íslenska ríkið á fullri ferð í umsóknarferlinu. Þeir sem vilja kíkja í pakkann eða sjá samning eru þeir sem vilja aðlögun stjórnkerfisins að Evrópusambandinu. Stjórn Ísafoldar telur brýnt að vara við þessum hugsunarhætti, því að „í pakkanum“ og í niðurstöðu samnings felst aðeins eitt og það er aðild að ESB, hvorki meira né minna. Ísafold hvetur kjósendur til að kjósa ekki þá frambjóðendur í prófkjörum sem eru ekki tilbúnir að stöðva samningsferlið, þar sem sú afstaða þýðir áframhaldandi aðlögunarferli og frekari sóun á tíma íslenskra embættismanna sem betur er varið í önnur verk,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert