Spurt um Dróma á Alþingi

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson mbl.is

„Af hverju var Drómi stofnaður?“ spurði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra  í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í morg­un. Ekki yrði annað séð en að for­sæt­is­ráðherra hlyti að hafa komið að ákvörðun um stofn­un Dróma.

„Ég get tekið und­ir það að saga Dróma er ein sorg­ar­saga frá upp­hafi og það hef­ur komið niður á viðskipta­vin­um sem ekki hafa fengið þar sömu fyr­ir­greiðslu og er í banka­kerf­inu. Þessi mál hafa verið lengi í skoðun og ég tel að það þurfi að grípa til aðgerða. FME hef­ur fengið fjölda kvart­ana vegna þessa,“ svaraði for­sæt­is­ráðherra.

„Ég held að menn hljóti að skoða hvort ástæða sé til þess að flytja eigna­safnið frá Dróma með ein­hverj­um hætti, til Seðlabanka eða Ari­on banka.  Það er ekki hægt að una við að viðskipta­vin­ir Dróma fái aðra fyr­ir­greiðslu en viðskipta­vin­ir annarra banka.“

For­sæt­is­ráðherra sagði að verið væri að skoða málið og bú­ist væri við niður­stöðum þess um miðja næstu viku.

Jóhanna Sigurðardóttir
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert