Yfir 5.000 hafa skrifað undir

SAID KHATIB

Rúmlega 5.200 höfðu í kvöld skrifað undir áskorun um að Íslendingar krefjist þess að viðskiptabann verði sett á Ísrael. Undirskriftasöfnun hefur staðið yfir á netinu síðustu daga.

Á morgun, föstudag, mun Stefán Jónsson leikari og leikstjóri, afhenda Össuri Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirskriftir þeirra sem krefjast þess að íslensk stjórnvöld setji viðskiptabann á Ísrael meðan þarlend stjórnvöld þverbrjóti alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu þjóðanna - og viðhaldi áratugalöngu hernámi sínu í Palestínu.

Áætlað er að afhenda undirskriftirnar við Stjórnarráðið í Lækjargötu klukkan 17:00.

Að því tilefni boðar Félagið Ísland-Palestína til samstöðufundar og meðmælum með mannréttindum, réttlæti og friði á svæðinu.

Undirskriftasöfnunin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert