Hálkublettir eru nú á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Hellisheiði og í Þrengslum. Flughált er á Nesjavallaleið. Hálka eða hálkublettir eru einnig mjög víða á Suðurlandi.
Um vestanvert landið er hálka á Fróðárheiði, Vatnaleið, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði og hálkublettir á Laxárdalsheiði.
Á Vestfjörðum er hálka á flestum vegum. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði, hálka og éljagangur á Gemlufallsheiði og krapi og éljagangur í Ísafjarðardjúpi.
Á Norðurlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir á vegum en snjóþekja á Hólasandi. Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þó er vegurinn frá Reyðarfirði og suður með ströndinni greiðfær.