Stofnfrumur á mannamáli

00:00
00:00

Í dag verður for­sýnd ný heim­ild­ar­mynd um stofn­frum­ur og hlut­verk þeirra við lækn­ing­ar. Elín Hirst, ann­ar höf­unda, seg­ir það koma á óvart hversu stutt sé í að stofn­frum­ur geti farið að lækna erfiða sjúk­dóma og kvilla en í mynd­inni er fjallað um þrjá ein­stak­linga sem hafa farið í stofn­frumumeðferð. 

Aðal­per­són­an er Vest­manna­ey­ing­ur­inn Unn­ur Tóm­as­dótt­ir en hún fór í stofn­frumumeðferð á síðasta ári vegna eitlakrabba­meins og í mynd­inni er henni fylgt eft­ir í gegn­um ferlið.  

Frum­kvæði að mynd­inni átti Kjart­an Gunn­ars­son lög­fræðing­ur og er fram­lag hans til blóðlækn­inga­deild­ar LSH og Krabba­meins­fé­lags­ins sem þakk­lætis­vott­ur en hann gekkst und­ir stofn­frumumeðferð vegna merg­frumuæxl­is árið 2010. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert